Í morgun fóru nemendur á unglingastigi í jarðfræðiferð um Breiðdalinn, undir leiðsögn Helgu Maríu Guðmundsdóttur verkefnisstjóra við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík.
Fyrst var farið að Gljúfraborg þar sem nemendur voru leiddir í allan sannleika um það hvernig stallarnir og jarðlögin í fjöllunum mynduðust og að því loknu var stoppað við Jórvík sem er í Breiðdalseldstöðinni miðri.
Næst var ekið upp í Breiðdalsheiði þar sem sést hvernig yngri eldstöð hefur að hluta til kaffært Breiðdalseldstöðina og að lokum var haldið út á Streitishvarf þar sem skoðaðir voru berggangar og jarðmyndanir við þá.
Allir höfðu gagn og gaman að og ekki spillti fyrir að fá svo gómsætan fisk í skólanum þegar komið var til baka.
Haldið þið virkilega að við höfum tekið neinar myndir? Það er rangt, því þær er að finna hérna.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is