Í vetur hafa nemendur á yngsta stigi verið að vinna að verkefni í samfélags- og náttúrufræði sem við köllum Hundaland. Er þetta verkefni í anda Herdísar Egilsdóttur sem var kennari við Ísaksskóla fyrir margt löngu.
Krakkarnir bjuggu til eigið land á svipaðri breiddargráðu og Ísland og nefndu það Hundaland vegna útlits þess sem minnti á hund. Við unnum með tilurð landsins sem er eldfjallaland og ýmsa aðra jarðfræði- og landfræðilega þætti. Krakkarnir lærðu um örnefni og orð yfir landslag s.s. flói, fjörður, vogur, vík, hæð, fjall, hóll og miklu fleiri.
Nemendur vildu hafa kóng og drottningu við völd, gerðu tillögur að þjóðbúningum, bjuggu til þjóðsöng, fána og margt fleira.
Nemendur gerðu sér einnig hús og notuðu þeir til þess það efni sem fyrir var í landinu; tré og torf og grjót.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is