Heimabyggðirnar eru okkur kærar og þar sem ekki er lengur kennd átthagafræði við skólann, bjuggum við til námsgrein sem heitir heimabyggðin.
Kennt er í sitt hvoru lagi á Stöðvarfirði og á Breiðdalsvík á föstudögum og einmitt þann dag er þessi námsgrein á stundaskrá. Við byrjuðum á því læra um gróðurinn á svæðinu og bera kennsl á þær plöntur sem vaxa í umhverfi okkar.
Lokaáfanginn í plöntukaflanum felst í því að klippa út og líma myndir af plöntunum á veggspjöld en næst verða fuglar svæðisins skoðaðir.
Hvernig læt ég, auðvitað eru myndir með þessari frétt. T.d. hérna.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is