Þjóðargersemarnar Gunnar og Felix heimsóttu Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla í dag. Heimsóknin er liður í verkefninu List fyrir alla en undir þeim merkjum fara listamenn um landið og skemmta grunnskólabörnum.
Þar sem að á föstudögum er kennt bæði á Breiðdalsvík og á Stöðvarfirði, skemmtu þeir á báðum stöðum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
En þetta er ekki bara skemmtun því inn í prógrammið er fléttað sögum af lífsins alvöru og vekja þær bæði fullorðna og börn til umhugsunar. Sýningin heitir Ein stór fjölskylda en í henni er fjallað um mismunandi gerðir fjölskyldna og hvernig við ættum að taka öllum opnum örmum eins og þau eru.
Þetta var geggjað stuð og í lokin hoppuðu allir og dönsuðu.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is