Geðlestin renndi í hlað hjá okkur í morgun á leið sinni um landið.
Geðlestin er geðfræðsla fyrir elstu bekki grunnskóla þar sem vakin er athygli á mikilvægi geðheilsu eða eins og sagt er í kynningarefni frá Geðlstinni "Markmiðið með Geðlestinni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda. Lífið býður upp á allskonar áskoranir og stundum þurfum við að leita okkur aðstoðar við verkefni lífsins. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að biðja um hjálp. Nemendur eru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra/aðstandendur eða kennara um það sem gengur á í amstri dagsins."
Ungt fólk sem á foreldra sem glíma við geðræn vandamál, er líka hvatt til að skoða síðuna Okkar heimur en þar er að finna stuðningsúrræði og bjargir.
Emmsé Gauti var líka farþegi í Geðlestinni og að fyrirlestrum loknum, var öllum í skólanum boðið í stuð því öll verk eiga alltaf að enda með gleði.
Við tókum myndir, gjörið þið svo vel.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is