Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, heimsótti okkur í skólann í morgun ásamt fríðu föruneyti.
Forsetinn byrjaði á því að heimsækja leikskólann. Því næst fór hann í tónlistarskólann þar sem hljómsveitin Spidershit lék fyrir hann frumsamið lag. Síðan hitti hann nemendur grunnskólans í stofunum þeirra og næst var farið á sal þar sem forsetinn ræddi við börnin og þau sungu og dönsuðu fyrir hann. Heimsóknin endaði svo á því að nemendur fengu eiginhandaráritun forsetans og myndaðist löng biðröð við það.
En auðvitað eigum við einhverjar myndir frá þessu og þær er að finna undir þessari línu.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is