Fjöruferð

Nemendur og starfsfólk Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla fóru í fjöruferð í morgun.  Réttara væri kannski að hafa þetta í fleirtölu og segja fjöruferðir, því á föstudögum er skólanum skipt í tvennt og er þá hver í sinni heimabyggð.

Því var farið í fjöruferðir bæði á Stöðvarfirði og á Breiðdalsvík þar sem leitað var að lífverum, þær skoðaðar, flokkaðar og greindar.  

Greindar voru 27 dýrategundir, 11 þörungategundir og 20 plöntutegundir.

Mynd segir meira en þúsund orð og í þessu albúmi hér er vísað á, eru tólf myndir og orðaflaumurinn eftir því.