Í dag var fyrsti vordagur í starfi skólans að þessu sinni. Við skruppum fyrst í fjárhúsin á Þverhamri þar sem Jórunn og Arnór tóku á móti okkur.
Sauðburði er um það bil að ljúka á Þverhamri en því miður bar engin kind á meðan við vorum þar. Lömbin sem voru komin í heiminn og jörmuðu alsæl í skjóli mæðra sinna, slógu í gegn hjá börnunum sem sum eru reyndar alvön sveitastörfum.
Eftir pylsupartí í skólanum var svo haldið út á Meleyri í hressandi rigningu en þar reis hver glæsilegi sandkastalinn á fætur öðrum.
Auðvitað voru kennararninr með síma og tóku myndir; hér eru nokkrar, gjörið þið svo vel.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is