Í næstu viku verða hjá okkur danskennarar og kenna nemendum dans. Þetta verða 4 danstímar og stendur hver í ca 40 mínútur.
Kennt verður í íþróttahúsum skólans mánudag til fimmtudags. Kennarar eru Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi og eru margfaldir Íslandsmeistarar í dönsum.
Svo vill til að 9.bekkur er í samræmdum könnunarprófum á sama tíma (byrja kl. 8.30), en við ætlum að veita þeim aðstöðu í skólanum svo nemendurnir geti undirbúið sig fyrir prófin (því það myndast bil á milli prófs og danskennslu).
Meðfylgjandi má sjá hæfniviðmið ráðuneytisins og vonumst við að getað "hakað" í einhver box í námsmatinu.
Tímasetning verður þessi:
5. - 10.b. kl. 12.40 - 13.20
1. - 4.b. kl. 13.30 - 14.10
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is