Nemendur á Yngsta stigi fóru í Berjamó fyrir ofan þorpið á Stöðvarfirði.
Uppskeran varð að vísu ekki eins góð og við var búist og spila þar margir þættir inn í. T.d. áhugi þeirra á álfum eða öllu heldur híbýlum álfanna því þau fundu eitt slíkt og fóru þar í leiki, kannski í þeirri von að álfabörnin myndu láta sjá sig.
Það gerðist þó ekki en veðrið var gott og göngutúrinn hressandi eftir hádegismatinn.
Myndavélin var með í för og tók myndirnar sem felast undir þessum hlekk. Smellið.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is