Árshátíðin var haldin þann 16. nóvember sem er Dagur íslenskrar tungu. Vikan var öll undirlögð árshátíðarundirbúningi.
Flutt voru tvö leikrit; Yngsta stig lék söguna um Froskaprinsinn og gerðu það líka svona ljómandi vel.
Miðstigið flutti okkur ævintýrið um Nýju fötin keisarans en í eilítið nútímalegri búningi (ha, ha, ha) en við eigum að venjast. Það gekk alveg frábærlega og hver leiksigurinn á fætur öðrum unninn þar.
Unglinastigið sýndi kvikmyndina Réttlætið er rjómaterta en myndin sú er í anda þöglu myndanna en gerist þó í nútímanum. Hröð atburðarás, skulum við segja.
Á eftir voru svo veitingar sem foreldrafélagið sá um og allir fóru saddir heim.
Hér að neðan er hlekkur á nokkrar ljósmyndir. Kannski koma myndbönd með hinum leikritunum hér síðar en það á eftir að klippa þau og skoða svo hvort allir séu sáttir við að sýna þau hér.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is